X

Hér birtast ýmsar upplýsingar og tölfræði um húsnæði, landnotkun, lýðfræði, samgöngur og skipulag á höfuðborgarsvæðinu. Vefsjáin er hluti af framfylgd Þróunaráætlunar 2024. Ábendingar um það sem betur má fara sendist til ssh@ssh.is

Tölulegar upplýsingar byggja á stöðutöku 1. des 2023. Þær eru ekki uppfærðar reglulega.

Skýringar

Skipulagsheimildir: Heildarfjöldi íbúða í samþykktu deiliskipulagi eða á skipulagsáætlun.

Vannýttar heimildir: Fjöldi óbyggðra íbúða í samþykktu deiliskipulagi. Talan nær til íbúða sem eru ýmist á byggingarhæfum eða óbyggingarhæfum lóðum.

Byggingarhæf lóð: Lóð þar sem gatnagerð er lokið er skilgreind sem byggingarhæf í þróunaráætlun. Lóð er óbyggingarhæf þar sem gatnagerð er ekki hafin.

Skipulagssvæðum er skipt í eftirfarandi flokka:
Samþykkt deiliskipulag. Byggingarhæf lóð (Grænt):
Staðfest deiliskipulag liggur fyrir og lóðin er byggingarhæf. Á sumum lóðunum þar sem þetta á við hefur uppbygging nú þegar hafist. Vannýttar heimildir ná hins vegar einungis til íbúða sem ekki er byrjað að byggja, ekki til íbúða sem var byrjað að byggja.

Samþykkt deiliskipulag. Óyggingarhæf lóð (Gult):
Staðfest deiliskipulag liggur fyrir en lóðin er ekki byggingahæf þar sem gatnagerð er ekki hafin.

Deiliskipulag í vinnslu (Appelsínugult):
Svæði sem eru komin í skipulagsferli hjá sveitarfélögunum, þ.e. skipulagslýsing hefur verið auglýst eða skipulagsgerð stendur yfir.

Þróunarsvæði (Ljósblátt):
Svæði sem ekki eru komin í formlegt skipulagsferli. Þau geta þó verið komin í undirbúning t.d. með skipulagssamkeppni. Áætlaðar heimildir.

Framtíðarsvæði (Dökkblátt):
Lauslegar hugmyndir, skipulagsvinna ekki hafin. Áætlaðar heimildir.


Fyrirvari: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) veita aðgang að ofangreindum gögnum án ábyrgðar á áreiðanleika eða öðrum eiginleikum þeirra. SSH ábyrgist heldur ekki neinar afleiðingar sem kunna að hljótast af notkun gagnanna. Heimilt er að afrita, endurnýta og birta gögnin að vild, enda sé getið heimildar, t.d. með orðunum "Byggt á gögnum frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu".

Athugið að vafrakökur eru notaðar til að fylgjast með notkun vefsjárinnar.

Þróunaráætlun
Höfuðborgarsvæðisins
2024
Þróunaráætlun Höfuðborgarsvæðisins 2024

Samþykkt deiliskipulag

Byggingarhæf lóð
6.262 íbúðir
Óbyggingarhæf lóð
5.821 íbúðir

Önnur svæði

Deiliskipulag í vinnslu, þróunar- og framtíðarsvæði
45.618 íbúðir
<
Íbúðasvæði

Samþykkt deiliskipulag.
Byggingarhæf lóð.

Samþykkt deiliskipulag.
Óbyggingarhæf lóð.

Deiliskipulag í vinnslu.

Þróunarsvæði.

Framtíðarsvæði.




Önnur kortagögn

Borgarlínan 1.lota

Framtíðarleiðarnet almenningssamgangna

Áhrifasvæði samgöngu- og þróunarás höfuðborgarsvæðisins

Aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaga

Loftmynd